Kínverski lúxusjeppinn frá Hongqi kominn til Íslands
Framleiðsla Hongqi hófst árið 1958 og afhenti framleiðandinn á síðasta ári yfir 3,5 milljónir ökutækja. Hongqi E-HS9, flaggskip merkisins, hefur fengið góðar viðtökur í Evrópu þar sem bíllinn er kominn í sölu, ekki síst Noregi, þar sem selst hafa um 1.300 eintök frá því að salan hófst fyrr á þessu ári. Auk Íslands eru um þessar mundir að taka til starfa umboð fyrir merkið í Svíþjóð og Hollandi.
Hongqi E-HS9 er stór og rúmgóður 100% rafknúinn, fjórhjóladrifinn lúxusjeppi. Staðalbúnaður í grunngerðinni er vítt opnanlegt glerþak, rafstýrður afturhleri og þykkari bílrúður en venja er til að bæta hljóðvist í farþegarýminu. E-HS9 Exclusive gerðin er búinn meiri tækni en margir eiga að venjast, svo sem loftpúðafjörðun, Nappaleðuráklæði og nuddi í sætum ökumanns og farþega. Við framsæti Exclusive eru auk þess fjórir skjáir með stafrænu mælaborði og þremur upplýsinga- og afþreyingarskjám.
BL býður Hongqi E-HS9 í sex og sjö sæta útgáfum sem boðnar eru í þremur búnaðarútfærslum; Comfort, Premium og Exclusive. Útgáfurnar Comfort og Premium eru með sæti fyrir sjö manns (2x3x2) og Exclusive fyrir sex (2x2x2).