Kínverskir bílar sýna mikið öryggi

Kínverskir bílaframleiðendur hafa sýnt að þeir framleiða marga af öruggustu bílunum sem framleiddir eru í dag Í nýjum Euro NCAP-prófunum sýna þeir aftur mjög hátt almennt öryggi og má þar nefna bílana Xpeng, BYD, Hongqi og Geely. Fjöldi nýrra kínverskra bílamerkja hefur verið að koma inn á markaðinn á síðustu misserum.

Í annarri Euro NCAP-prófun ársins eru fimm af sjö bílum kínverskir, sem undirstrikar gríðarlega þróun kínverska bílaiðnaðarins. Tískan í bílum hefur gert jepplinga að vinsælustu bílunum síðustu ár. Um helmingur allra seldra bíla á heimsvísu á síðasta ári var jepplingur. Það er því engin tilviljun að sex af bílunum í prófuninni eru í jepplingaflokknum.

Öryggislega séð er lítið hægt að setja út á þessa sjö bíla í umferð, sem allir ná hámarkseinkunn fimm stjörnum.

Rafbílar bjóða betri öryggi

Sumir bílanna eru þó áhugaverðari en aðrir. Það á til dæmis við um nýjan BYD Sealion 7, en einnig Cupra Terramar, sem var einn af úrslitakeppendum í The Car of the Year 2025.

,,Kínverskir bílaframleiðendur hafa fyrir löngu sýnt að þeir gera ekki málamiðlanir þegar kemur að öryggi og þurfa evrópskir keppinautar þeirra því að leggja sig fram ef þeir vilja ekki vera skildir eftir af nýju bílamerkjunum. Audi og Cupra ná þó í prófuninni flottum árangri," segir Søren W. Rasmussen, bílatæknilegur ritstjóri hjá Félagi danskra bifreiðaeigenda,FDM.

,,Prófunin sýnir einnig að nýju rafbílarnir eiga í grundvallaratriðum auðveldara með að standa sig vel í öryggisprófi en bílar með hefðbundnari tækni. Það er að hluta til vegna þess að þeir eru ekki með stóra vél að framan sem getur þrýst inn í farþegarýmið, og einnig vegna þess að stóra rafgeymið í botni bílsins eykur í raun stöðugleika og ver bílinn ef til hliðaráreksturs kemur."

Öruggasti bíllinn fyrir börn

Besta heildarskorið fær stóri Polestar 3, einkum þegar kemur að árekstraöryggi.

,,Stóri Polestar 3 vekur aðdáun með afar háu öryggisstigi. Sérstaklega í flokknum barnaöryggi. BYD Sealion 7 nær að vísu sama árangri, en þegar horft er á heildarniðurstöðuna eru fáir bílar sem geta keppt við Polestar 3 í öryggi. Jafnvel gagnvart óvörðum vegfarendum er um öruggan bíl að ræða. Það er mjög glæsilegt," segir Søren W. Rasmussen.

Bílarnir í prófinu voru eftirtaldir og fengu þeir allir fimm stjörnur.

Audi A6, BYD Sealion 7, Cupra Terramar, Geely EX5, 5 Hongqi E-HS9, Jaecoo 7, og Polestar 3.