Kínverskir sólarbílar 2020
Kínverskt orkufyrirtæki sem sérhæft er í nýtingu sjálfbærrar orku eins og fallvatna-, vind- og sólarorku hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á rafbílum sem nýta sólarorku. Framleiðslan á að hefjast árið 2020.
Hanergy framleiðir m.a. þunnar sólarsellur sem breyta sólskini sem á þær skín í rafstraum. Sólarsellunum má koma fyrir á þaki bíla, húsa og jafnvel tjalda. Hannaðar hafa verið fjórar gerðir bíla og má sjá myndir af þeim á einni af heimasíðum Hanergy.
Samkvæmt lýsingum Hanergy gefur fimm til sex klst sólskin nægilega mikið rafmagn að nægir til um það bil 80 kílómetra aksturs en það er sagt nægja flestum bíleigendum sem búa í borgum. Ef hins vegar ekkert er sólskinið eða þá að menn þurfa að aka eitthvað lengra en þetta, þá má stinga bílunum í samband við hleðslutengil á sama hátt og öllum öðrum rafbílum og tengiltvinnbílum og hlaða inn nógum viðbótarstraumi til að komast allt að 350 kílómetra.