Kínverskur rafbílaframleiðandi horfir hýru auga inn á norskan markað
Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að fara inn á norskan markað í æ meira mæli en hann hefur gert fram þessu. Borgaryfirvöld í Osló hafa nu þegar góða reynslu af viðskiptum við þennan kínverska framleiðanda. Frá árinu 2018 hafa verið keyptir keyptir 45 strætisvagnar knúnir rafmagni og reynslan af þeim afar góð.
Kínverjarnir hafa nu þegar mikið úrval af bílum í flestum stærðarflokkum og þar fer fremstur í flokki BYD-Tang EV600. Bíllinn var í fyrstu hybrid en núna fæst sem hreinn rafbíll og ætla Kínverjarnir að koma með bílinn af þungan inn á norskan markað.
BYD-Tang EV600 er ágætri tækni búinn, fjólhjóladrifinn og gefinn upp fyrir 530 km drægni.