Kostnaður við samgöngusáttmálann hefur farið upp úr öllu valdi

Í endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins kemur fram að framkvæmdartíminn verður lengdur um sjö ár. Þetta kom fram í gær þegar endurskoðaður sáttmáli var kynntur þinflokkum stjórnarflokkanna Þetta hefði það í för með sér að framkvæmdartíminn verði lengdur, hann stæði yfir í 22 ár í stað 15 ára í undirritun sem gerð var 2019.

Samgöngusáttmálinn hefur verið í endurskoðun frá því í fyrra. Nú er rædd um kostnaðurinn verður 310 milljarðar króna í stað 100 milljarða þegar undirritun fór fram fyrir tæpum fimm árum síðan.

Til upprifjunar þá undirrutuðu stjórnvöld og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, á haustmánuðum 2019 tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.

Þar sagði að samkomulagið feli í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Markmið samkomulagsins eru fjórþætt:

  • Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar.
    Greiðar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.
  • Kolefnishlutlaust samfélag.
    Stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum ríkis og sveitarfélaga um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum, bættum innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.
  • Aukið umferðaröryggi.
    Stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.
  • Samvinna og skilvirkar framkvæmdir.
    Tryggja skilvirka framkvæmd og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.

 

Í samkomulaginu sem gert var 2019 kom fram að á næstu 15 árum yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að flýta úrbótum á höfuðborgarsvæðinu, sem að óbreyttum framkvæmdahraða tækju allt að 50 ár. Mengun vegna svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda hefur stóraukist. Ef fram heldur sem horfir og ekkert yrði að gert mun bílaumferð aukast um að minnsta kosti 40% á næstu 15 árum. Til að mæta þessu er nauðsynlegt að flýta samgönguframkvæmdum.

Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu yrði 120 milljarðar. Nú blasir við að heildarkostnaður verði yfir 300 milljarðar, sem sagt kostnaðurinn hefur nánast þrfeldast miðað við upphaflegar áætlanir. Það má öllum vera ljóst að þarna hefur eitthvað farið úrskeiðis. Allar kostnaðaráætlanir hafa farið úr böndunum.

Fram kom í máli Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, í viðtali í Spursmálum að hann sé hugsi yfir þeim kostnaði sem blasi við vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar borg­ar­línu á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann seg­ir að áætlan­ir hafi tekið mikl­um breyt­ing­um frá ár­inu 2019 og að nú stytt­ist í að upp­færður sam­göngusátt­máli verði und­ir­ritaður fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið.

Þegar hann er spurður út í mögu­leg­ar breyt­ing­ar á verk­efn­inu seg­ist hann bund­inn trúnaði um það. Það verði hins veg­ar kynnt inn­an tíðar. Í sept­em­ber í fyrra full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, að kostnaður við sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu hefði hækkað mikið. Upp­haf­leg­ar áætlan­ir hefðu gert ráð fyr­ir 120 millj­örðum í verk­efnið en að nú stefndi í að kostnaður­inn yrði 300 millj­arðar króna.

Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálftstæðisflokksin og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, gagnrýnir í samtali við RÚV skort á gagnsæi og samstarfi við stefnumótun sáttmálans. „Svona stórt verkefni eins og samgöngusáttmálinn er, þarf að vera unnið á miklu gagnsærri hátt, í miklu meiri samskiptum við bæði Alþingi og sveitastjórnir í hverju sveitarfélagi,“ segir Vilhjálmur. „Að það sé farið eftir stefnumörkum Alþingis og fjárveitingavaldsins.“ Þannig sé best hægt að tryggja að verið sé að nýta fjármuni á sem bestan og hagkvæmastan hátt.