Kraftlykill á pikkfasta felgubolta
Nýr felgulykill er kominn á markað í Svíþjóð. Hann er sagður losa föstustu felgurær og –bolta sem bæði felgulykillinn sem fylgir bínum ræður ekki við og ekki einu sinni gamli góði felgukrosslykillinn heldur. Það er Motormagasinet í Svíþjóð sem greinir frá þessu þarfaþingi. Ekki vitum við til þess að þessi nýi felgulykill sé kominn á markað hér á landi en í Svíþjóð er það heildsölufyrirtæki sem heitir KG Knutsson sem hóf að selja lykilinn í síðasta mánuði.
– Fólk hefur tekið Tire-Torq lyklinum fagnandi og fyrsta sending seldist upp um leið,- segir talsmaður fyrirtækisins.
TireTorq er kraftlykill með 16:1 niðurfærslugír. Gírinn margfaldar átakið á felguboltann miðað við hefðbundinn felgulykil með stuttu skafti. Í raun hefur niðurfærslugírinn svipuð áhrif og mjög langt átaksskaft sem sett er á topplykil.
Það kannast margir við það hverso gríðarlega fastir felguboltarnir geta verið, ekki síst þegar þeir hafa verið hertir með loflykli á dekkjaverkstæði. Þá kannast líka margir við hversu falgulykillinn sem fylgir bílnum er lélegur og margir fá sér gamla góða krosslykilinn til að hafa í bílnum í stað hálfónýts lykilsins sem fylgir bílnum og varasamt er að treysta á. En gallinn við krossinn eða við langt átaksskaft er hversu plássfrekt slíkt dót er. Þess vegna tekur fólk þessa hluti úr bílnum til að þeir séu ekki að skrölta og vera til annarra leiðinda í bílnum. Svo þegar springur og skipta þarf um dekk er enginn felgulykilli í bílnum þegar til á að taka. Þessi nýi lykill er það hins vegar ekki. Hann tekur ekkert meira pláss í verkfærahólfinu heldur en felgulykillinn sem fylgdi bílnum.
Tire-Torq er eiginlega tvöfaldur. Aðaltoppurinnj er settur á felguboltann sem ætlunin er að losa, hinn er settur á næsta felgubolta við hliðina til að fá festingu. Síðan er skrúfað þar til boltinn losnar það mikið að hægt er að skrúfa hann alveg af með höndunum.
Tveir toppar fylgja Tire-Torq skaftinu í stærðunum 17 og 19 millimetra, en það eru lang algengustu stærðir á felguboltum. Verðið er rétt undir 10 þúsund ísl. kr. í Svíþjóð.