Kreppudraumabíll í Genf

http://www.fib.is/myndir/Bugatti_Veyron.jpg
Bugatti Veyron Centenaire.

Djúpar efnahagslægðir og krepputímar eru ef til vill bestu tímarnir fyrir „kína“-drauma um  auðlegð, dýra ofurbíla og villtan lúxus. Oftar en ekki hafa bílaframleiðendur komið fram með mestu lúxusbílahugmyndirnar á krepputímum og mestu eyðsluhákana í dýpstu olíukreppunum.

Á þriðjudaginn kemur þegar bílasýningin í Genf verður opnuð, verður þar til sýnis sem frumsýningargripur mesti ofurbíll Volkswagen samsteypunnar og einn mesti ofurbíll allra tíma; Bugatti Veyron Centenaire. Vélin í honum er í kring um 1.400 hestöfl og reynsluökumenn framleiðandans hafa keyrt hann upp í 440 kílómetra hraða á klukkustund. Að sögn Auto Motor & Sport átti bíllinn þá eitthvað talsvert eftir, en dekkin þoldu ekki meir.
http://www.fib.is/myndir/Bugatti_Veyron_aft.jpg
Tímaritið hefur eftir einum af reynsluökumönnunum að hann hafi verið kominn í 300 á auðri þýskri hraðbraut. Þá hafi hann viljað athuga hvort bíllinn ætti eitthvað eftir enn og hafi því gefið bílnum í botn í hæsta gír – og viti menn. Bíllinn reif sig upp, byrjaði að spóla á veginum þarna á 300 km hraða og ESC- stöðugleikaljósið fór að blikka. Bíllinn átti greinilega nóg eftir þó hann væri kominn á 300 og þegar mælirinn sýndi 440 þótti ökumanninum nóg komið enda dekkin við það að gefa sig.

 

http://www.fib.is/myndir/Bugatti_Veyron_11.jpg http://www.fib.is/myndir/Bugatti_Veyron_08.jpg