Kristbjörn Hauksson sigurvegar sparaksturskeppninnar

 http://www.fib.is/myndir/KristbjornSigrar.jpg

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sem er ein stærsta sparaksturskeppni sem haldin hefur verið á Íslandi fór fram sl. laugardag. Yfir 50 bílar óku 143,28 km hring um Suðvesturland í sólríku og mildu haustveðri.

Sá bíll sem lengst ók á lítranum reyndist vera Mercedes Benz B-180 dísilbíll, en hann eyddi 3,03 lítrum á hundraðið og var Kristbjörn Hauksson ökumaður Benzans. Úrslit í keppninni urðu ljós í meginatriðum um það bil klukkustund eftir að síðasti keppnisbíll kom í mark.

Fáeinar athugasemdir sem varða skráningu bárust að keppni lokinni og er kærunefnd að yfirfara þær. Endanleg úrslit verða birt hér á vefnum þegar kærunefnd hefur lokið störfum síðar í dag.

Myndin með þessari frett er ur Frettablaðinu  gær, sunnudag.