Kröfur í öryggisprófunum Euro NCAP mun meiri en áður
Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, birti á dögunum lista yfir hvaða bílar fengu hæstu öryggiseinkunn í hverjum bílaflokki. Stofnunin birtir árlega lista sem þennan en aldrei áður hafa bílarnir verið fleiri sem gengust undir prófið.
Ástæðan fyrir fjölguninni er að aldrei fleiri nýjar bílar komu á markað. Stofnun lagði mat á um 70 bíla og var jákvætt að sjá hvað bílar búa yfir meira öryggi og ljóst að bílaframleiðendur leggja mun meiri áherslu á þennan þátt enda kröfur Euro NCAP mun meiri en áður.
Euro-NCAP stendur fyrir „European New Car Assessment Programme.“ EuroNCAPstofnunin er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. EuroNCAP árekstursprófar nýja bíla og metur öryggi þeirra á hlutlægan hátt.
Allir nýir bílar sem eru á markaði í Evrópu verða að standast tilteknar lágmarks öryggiskröfur. En eftir að Euro-NCAP varð til og hóf að meta öryggi bíla kerfisbundið hefur starfsemin virkað mjög hvetjandi fyrir bílaframleiðendur til að gera bílana sífellt öruggari.
Í öryggisprófunum EuroNCAP er styrkur og þol bíla prófað m.a. í árekstrum m.a.framanfrá og frá hlið. Kannað er einnig hvaða öryggisbúnaður er til staðar í bílnum og hvernig hann virkar þegar slys verður. Út frá þessu er síðan metið hversu vel bíllinn verndar þá sem í honum eru, bæði fullorðna sem börn, og gefnar eru stjörnur fyrir öryggi hans.
Volkswagen kemur sérlega vel út úr þessari könnun að þessu sinni en bílar frá framleiðandanum eru með bíla í efsta sæti í þremur flokkum bifreiða. Volvo hefur alltaf verið þekkt fyrir öryggi sitt og kom eins og áður vel út úr könnunni. Opel og Subaru skoruðu einnig hátt í þessu öryggisprófi.
Hvað öryggisþáttinn áhrærir í hverjum flokki skipuðu eftirtaldir bílar efstu sætin:
Stórir jeppar: Volvo XC60
Forstjórabílar: Volkswagen Arteon
Litlir jeppar: Volkswagen T-Roc
Smábílar: Volkswagen Polo
Litlir fjölskyldubílar: Subaru XV og Subaru Impreza
Litlir fjölnotabílar: Opel og Vauxhall Crossland X