Kynningarefni fyrir nýjan Land Rover tekið upp á Íslandi

http://www.fib.is/myndir/(THORN)yrla.jpg

Undanfarið hafa farið fram hér á landi tökur á auglýsingamyndum fyrir nýjan Land Rover bíl. Myndatökurnar fóru leynt enda er það ekki vel séð hjá framleiðendum að ótímabærar myndir birtist af nýjum bílum. Engar myndir hafa birst í fréttamiðlum af þessum nýja Land Rover og ekki tókst fréttavef FÍB að útvega myndir af honum. Myndin af þyrlunni sem með þessari frétt birtist er hins vegar tekin út um glugga nýja bílsins þar sem honum er ekið á fullri ferð og þyrlan flýgur nánast samsíða bílnum og myndatökumaðurinn situr í dyrum hennar.

Nýi Land Roverinn sem um ræðir hefur vinnuheitið L359. Þetta er bíll sem byggður verður á sömu grunnplötu og Volvo XC50. Hann verður stærri en Land Rover Freelander jepplingurinn en minni en Discovery.  Líklegt má telja að hann verði kominn með annað gerðarheiti þegar hann verður frumkynntur í Manchester í Englandi í lok júnímánaðar eða í byrjun júlí. Sala á bílnum á heimsvísu hefst á næsta ári.

Myndatökurnar af nýja Land Rovernum stóðu í rúma viku en þeim lauk um miðja  síðustu viku. Tíu manna hópur frá Bretlandi á sérsmíðuðum myndatökubíl vann við verkefnið en auk þess var tekin á leigu þyrla frá þyrluþjónustunni Helicopter.is. Tökur fóru fram víða um landið, m.a. Jökulsárlón, Skógafoss, í  Reynisfjöru, við Heklu, Geysi og við Bláa lónið og orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi við Grindavík.
The image “http://www.fib.is/myndir/(THORN)yrl.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þyrlan flýgur samsíða nýja bílnum og myndatökumaðurinn mundar tökuvélina í dyrum þyrlunnar. 

http://www.fib.is/myndir/Myndat%F6kulandrover.jpg
Sérbyggður myndatökubíll frá Land Rover. Myndin er tekin austur við Geysi í Haukadal.