Lægsta eldsneytisverðið síðan 2007
Gera má ráð fyrir því að eldsneytisútgjöld heimilanna verði umtalsvert lægri á þessu ári en í fyrra. Ástæðan er auðvitað sú lækkun heimsmarkaðsverð og þar með útsöluverðs hér á landi, sem orðið hefur að undanförnu. Gera má ráð fyrir að í rekstri meðalstórs fjölskyldubíls sparist um 35 þúsund krónur í eldsneytiskaupum miðað við árið í fyrra.
Hjá FÍB er stöðugt fylgst með verði á bensíni og dísilolíu sem og einstökum þáttum þess. Athygli vekur að lítraverð í sjálfsafgreiðslu hefur nú að því er virðist fest sig í sessi undir 200 kallinum. Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn nú kr. 196,60 og dísilolíulítrinn kr. 191,30. En meðan verðið var hæst árið 2012 var lítraverðið hátt í 60 krónum hærra þannig að breytingin er vel merkjanleg í heimilisbókhaldinu. Miðað við meðalverð ársins 2012 og meðalverð þessa árs ef fram heldur sem horfir til áramóta, þá má ætla að hinn dæmigerður akandi Íslendingur greiði milli 80 og 90 þúsund krónum minna fyrir eldsneytið en hann gerði 2012.