Lækkanir á heimsmarkaði skila sér að litlu leyti út í verðlag hér á landi
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað á heimsmarkaði og bandaríkjadalur veikst hefur það ekki skilað sér nema að litlu leyti út í verðlag á bensíni og dísilolíu hér á landi, en það sem af er þessum mánuði hefur heimsmarkaðsverð á olíu farið, umreiknað í íslenskar krónur, niður um 7-8 krónur á lítrann. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu í dag.
Verðið ekki lækkað eins og búast hefði mátt við
Runólfur segir ennfremur að verðið hér á landi hefur ekki lækkað eins og búast hefði mátt við. Á sama tíma hefur verðið Í Danmörku verðið verið að lækka um 5-6 krónur en um hálfa til eina krónu hér á landi.
Olíufélögin skýla sér á bak við einhverja birgðastöðu eins og alltaf er kyrjað um, en málið er að í svona viðskiptum, þegar vara er seld í miklu magni og hefur verið seld hér áratugum saman, er birgða staðan afskrifuð eins og í venjulegum rekstri. Það á að miða við heimsmarkaðsverð,“ segir Runólfur.
Runólfur segir þó að virða megi olíufélögunum það til vorkunnar að um miðjan sl. mánuð hafi verðið verið á svipuðum slóðum og nú. Hann nefnir einnig að nýir skattar á eldsneyti hafi tekið gildi um sl. áramót. Þannig hafi kolefnisgjald á hvern bensínlítra hækkað úr 11,70 krónum í 18,60 krónur og á dísilolíu úr 13,45 krónum í 21,40 krónur. Þá hafi bæði bensín- og dísilolíugjöld einnig hækkað og hærra verði fyrir vikið. Þar sé virk samkeppni á markaði. Þannig hafi bensínlítrinn hækkað um 12 krónur með virðisaukaskatti um áramót.
Runólfur nefnir að hagfellt sé fyrir neytendur á suðvesturhorninu að Costco virðist fylgja heimsmarkaðsverði á bensíni og olíu, það sé nær heimsmarkaðsverði í þeim vörutegundum en íslensku olíufélögin og álagning þar sé nær því sem þekkist í nágrannalöndunum.