Lagt til að mótorhjól megi draga kerrur
28.11.2005
Í frumvarpi til talsvert viðamikilla breytinga á umferðarlögum sem nú liggur fyrir alþingi er gert ráð fyrir því að fellt verði niður bann við því að tengja megi eftirvagn eða tengitæki við bifhjól. Ekki er talin þörf á banninu enda eru í reglugerð um gerð og búnað ökutækja settar reglur um þann tengibúnað sem vera skal á bifhjóli til þess að tengja megi við það eftirvagn eða tengitæki.
Ennfremur er lagt til það nýmæli að sé mótorhjól búið öryggisbelti verði ökumanni þess skylt að nota það í akstri. í athugasemdum um þá grein sem um ræðir sem er nr. 72. segir: „Talið er að slíkur áskilnaður sé nauðsynlegur vegna þeirrar hættu sem getur skapast fyrir ökumann lendi ökutækið í óhappi.“