Langflestar nýskráningar í Toyota
Það sem af er á árinu eru nýksráningar fólksbifreiða 7.576 en á sama tíma á síðasta áru voru þær 4.965. Aukningin í ár nemur því alls 52,6%. Bílar til almennra notkunar og bílaleiga er nánast hnífjöfn.
Hlutdeild nýorkubíla er tæplega 76% það sem af er árinu. Rafbílar eru í fyrsta sætinu með 28,4% hlutdeild en síðan koma tengiltvinnbílar með 27% og hybrid með 20,4%. Bensínbílar eru með 12,7% hlutdeild og dísilbílar með 11,5%.
Nýskráningar eru langflestar í Toyota, tæplega 20% alls. Þar á eftir kemur Hyundai með 10,4%, KIA 9,4% og Mitsubishi með 8,6%.