Leaf mest seldi rafbíllinn í Evrópu
Þegar sölutölur fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir er Nissan Leaf mesti seldi rafbíllinn í Evrópu. Á tímabilinu voru átján þúsund bílar nýskráðir í álfunni, en alls hafa 37 þúsund bílar verið keyptir frá því að nýi bíllinn fór í sölu í október. Leaf er mest seldi rafbíll heims en alls hafa liðlega 340 þúsund slíkir verið nýskráðir frá því að hann kom á götuna árið 2010, þar af rúmlega 100 þúsund á Evrópumarkaði.
Eins og bílaáhugamenn hafa tekið eftir hefur Nissan Leaf tekið töluverðum breytingum og er í raun gjörbreyttur að flestu leyti frá fyrri kynslóð sem enn stendur fyllilega fyrir sínu í umferðinni um allan heim.
Fyrir utan mikla útlitsbreytingu og nýja hönnun farþegarýnis er nýr Leaf mun betur búinn tæknilega en fyrri kynslóð og er auk þess kraftmeiri og með langdrægari rafhlöðu sem skilar um 270 km á hleðslunni miðað við nýja mælistaðalinn WLTP sem byggist á venjubundinni daglegri notkun við allar mögulegar aðstæður.
Nýr Leaf hefur þegar unnið til nokkurra alþjóðlegra verðlauna, m.a. fyrir framúrskarandi tækni og afkastagetu og var nú síðast útnefndur „Grænasti bíll veraldar 2018“ á bílasýningunni í New York.
Þá hefur hann þegar fengið fimm stjörnur hjá evrópsku og japönsku öryggisstofnununum (European New Car Assessment Program og the Japan New Car Assessment Program) og var Leaf t.d, fyrsti bíllinn sem þreytti hið nýja, strangara og erfiðara árekstrapróf Euro NCAP tók nýlega í notkun.