Leiðbeinandinn lærir að leiðbeina

The image “http://www.fib.is/myndir/%C6fingaakstur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þann 1. janúar sl gengu í gildi lög í Svíþjóð sem skylda þá sem ætla sér að leiðbeina ungum ökumönnum í æfingarakstri að sækja sérstakt námskeið í akstri og umferðarlögum og –reglum ásamt ökunemanum til að geta fengið leyfi til að þjálfa nemandann og leiðbeina honum.
Meginatriði námskeiðsins sem lúta að leiðbeinandanum eru þrennskonar:
* Markmið og innihald ökunámsins og reglur um æfingaakstur.
* Uppbygging og skipulag æfingaakstursins
* Helstu atriði sem stuðla að öruggri umferð.
Námskeiðið tekur þrjár klukkustundir og meðal þess sem farið er í er lagaleg og siðferðileg ábyrgð leiðbeinandans, prófkröfur á hendur nemanum í sjálfu ökuprófinu og mikilvægi góðrar akstursþjálfunar fyrir almennt umferðaröryggi og hvernig  og hversvegna leiðbeinandi og ökunemi geta haft ólíka sýn á eina og sömu uppákomuna í umferðinni. Þetta og margt fleira skulu bæði væntanlegur leiðbeinandi og nemandi hans fá innsýn í á 180 mínútum, eða þremur 60 mínútna kennslustundum.
Nemandinn verður að vera orðinn minnst 15 ára og níu mánaða gamall þegar námskeiðið hefst og hann má byrja að aka undir leiðsögn leiðbeinandans þegar hann er fullra 16 ára gamall. Leiðbeinandi má aldrei vera með fleiri en fjóra ökunema í takinu í einu. Á sama hátt má nemandi ekki stunda æfingaakstur hjá fleiri en fjórum leiðbeinendum. Ekki er hægt að taka leiðbeinendanámskeið í fjarnámi, heldur einungis hjá löggiltum ökukennara.