Leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring
Veðurstofan hefur nú varað við slæmu veðri um allt land á morgun en appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir þriðjudag og miðvikudag. Vegagerðin hefur að auki tilkynnt víðtækar lokanir um land allt næstu daga en búast má við að veðrið verði sem verst annað kvöld. Ekki útilokað að gefin verði út rauð veðurviðvörun
Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut.
Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring.