Léttbærari flugvallarbið
DragonPass stendur nú öllum handhöfum fullgilds félagsskírteinis í FÍB til boða. DragonPass veitir aðgang að 750 veitinga- og hvíldarstofum í yfir 200 flugstöðvum um allan heim - afdrepum sem annars eru einungis opin farþegum á dýrustu farrýmum flugfélaganna. Þar geta félagsmenn FÍB notið góðs matar og drykkja sem allt er innifalið í aðganginum og Netsamband eins og best verður á kosið. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru að ferðast um langan veg og þurfa að millilenda og bíða, oft mjög lengi, eftir næsta flugi og verða því hvíldar þurfi.
Dragon „passann“ er einvörðungu hægt að nálgast og greiða fyrir á vefnum í gegn um heimasíðuna www.fib.is eða á https://showyourcard.dragonpassuk.com/ Það verð sem félagsmenn FÍB greiða er allt að helmingi lægra en það verð sem flugfarþegar greiða og er innifalið í farmiðaverðinu. Félagsmaður getur tekið með sé allt að sex gesti. Það er þó ekki algilt og því skal á það minnt að fólk kynni sér alla skilmála áður en greiðsla er innt af hendi.
- Þessi sérkjör fást með því að fara inn á https://showyourcard.dragonpassuk.com/ og velja þar flugvöll og veitingastað (Business Lounge). Fylgið síðan leiðbeiningunum og kynnið ykkur hvað er í boði á hverjum stað og hve marga gesti má taka með sér inn á staðinn.
- Smellið á „Buy Voucher“ (kaupa aðgöngumiða) og fyllið síðan út reiti fyrir persónu- og greiðsluupplýsingar og fyrir afsláttarkóðann sem er SYC15.
- Þegar greitt hefur verið, prentið út e-kvittunina eða vistið hana inn á snjallsímann.
- Framvísið e-kvittuninni (útprentuninni eða í snjallsímanum) þegar komið er á staðinn.