Lexus IS er bíll ársins á Íslandi 2007

http://www.fib.is/myndir/MaggiogJonas.jpg
Magnús Kristinsson tv. tekur við Stálstýrinu - viðurkenningu frir bíl ársins á Íslandi. Jónas Þór Steinarsson fyrrv. framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins th. afhenti Magnúsi Stálstýrið.

Bandalag íslenskra bílablaðamanna – BÍBB útnefndi í gær Lexus IS bíl ársins á Íslandi 2007. Magnús Kristinsson aðaleigandi Toyota á Íslandi og Lexus á Íslandi tók við viðurkenningunni – Stálstýrinu – sem árlega er veitt söluumboði þess nýja bíls sem skarar fram úr að mati íslenskra bílablaðamanna. Afhendingin fór fram í höggmyndasafni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún í Reykjavík síðdegis í gær, föstudag og á staðnum gaf að líta alla þá bíla sem komust í úrslit.

Bíll ársins 2007; Lexus IS telst til flokks fjölskyldu- og lúxusbíla. Hann varð efstur að stigum í sínum flokki með 166 stig. Efstur í flokki smá- og millistærðarbíla varð Renault Clio með 138 stig, efstur í flokki jeppa og jepplinga varð Hyundai Santa Fe með 158 stig og efstur í flokki sportbíla varð Porsche Cayman með 103 stig. Mjótt var því á munum milli Lexus IS og Hyundai Santa Fe eða einungis átta stig.

Þeir bílar sem komust í úrslit og lokavalið stóð í milli, voru eftirtaldir:

Smábílar og millistærðarbílar:http://www.fib.is/myndir/Billarsins2007.jpg
Peugeot 207, Toyota Yaris og Renault Clio.

Fjölskyldu- og lúxusbílar:
Honda Civic, Lexus Is og Nissan Note.

Jeppar/jepplingar
Hyundai Santa Fe,Toyota RAV4 og Mercedes Benz GL

Sportbílar:
Ford Focus ST, Mazda MX-5 og Porsche Cayman.