Litlar breytingar í nýskráningum
Litlar breytingar hafa orðið á nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Bílasala hefur haldist á sama róli og er núna þegar tíu vikur eru liðnar af árinu um 47,6% minni en á sama tímabili í fyrra.
Nýskráningar er alls 981 á þessu ári en voru 1.871 fyrstu tíu vikur ársins í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn er að einhverju leyti rakinn til hærra verðs á rafbílum af breyttu ívilnunarkerfi stjórnvalda. Hátt vaxtarstig og verðbólga hefur einnig áhrif.
Flestar nýskráningar eru til almennra notkunar, 72,8%, og til ökutækjaleiga 25,9%. Hlutfall rafmagnsbíla í nýskráningum nemur alls 41% eða alls 294 bifreiðar. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 775 í rafmagnsbílum. Tengiltvinnbílar eru með 222 nýskráningar, eða 22,6% hlutdeild það sem af er árinu. Dísilbílar koma í þriðja sæti með 18,7% hlutdeild og hybrid-bílar með 18,6% hlutdeild í fjórða sæti.
Í einstökum bílategendum eru flestar nýskráningar í Toyota. Þær eru 190 bifreiðar sem gerir um 19,37% hlutdeild. Kia er í öðru sæti með 94 bíla og Dacía er í þriðja sæti með 75 bíla. Land Rover er í fjórða sæti með 72 bifreiðar.