Lögreglumenn með túrban
Nýjar reglur um klæðnað lögreglumanna taka mið af trú og siðum þeirra og nú leyfist þeim sem eru múslimar að hafa höfuðklút eða eftir atvikum túrban á höfði og gyðingum leyfist að hafa litla svarta kippas-höfuðfatið á hvirflinum.
Nýju reglunum er ætlað að höfða til þjóðernislegra eða trúarlegra minnihlutahópa og auðvelda fólki úr þeim að ganga í lögregluna. Jafnframt er komið til móts við gagnrýni mannréttindahópa og sænska mannréttindaumboðsmannsins á eldri reglur sænsku lögreglunnar sem bönnuðu að lögreglumenn gengju með trúartákn utan á sér.
En samkvæmt nýju reglugerðinni mun lögreglan ekki skaffa neinn sér-trúarlegan höfuðbúnað á lögreglumenn heldur verða þeir að kaupa sér hann eða verða sér úti um hann sjálfir og liturinn á höfuðfatinu verður að vera í samræmi við litinn á einkennisbúningnum.