Loks aftur stór evrópsk bílasýning

Bílasýningin í Munchen (áður í Frankfurt) var opnuð almenningi í morgun og stendur til og með 12. se…
Bílasýningin í Munchen (áður í Frankfurt) var opnuð almenningi í morgun og stendur til og með 12. september.

Sýningin var opnuð almenningi í morgun en í gær var hún hún samkvæmt venju einungis opin fjölmiðlum og fólki sem starfar í bílgreinum. Eins og áður er það viðburðafyrirtækið IAA sem heldur hana og hið opinbera nafn hennar er IAA Mobility.

Sýndir eru nýjustu bílar flesta bílaframleiðenda sem ýmist fást þegar á evrópska bílamarkaðinum eða eru væntanlegir. Meðal þeirra tegunda sem einna mest eru áberandi á sýningunni sem stendur til og með 12. sept. nk. eru Audi, BMW, Cupra (Seat), Dacia, Hyundai, Mercedes, Polestar (Volvo), Porsche, Renault, Smart og Volkswagen. Síðast en ekki síst skal svo nefna nýja merkið Stellantis sem er samsteypa Opel/Vauxhall, Peugeot, Citroen, Fiat, Chrysler og Jeep.

Hér koma nokkur sýnishorn:

Audi

Audi

Audi sýnir  tvær frumgerðir svonefndra Sphere-bíla; Grandsphere nefnist annar og er al-rafmagnaður lúxusbíll (mynd), sem ætlað er að leysa af hólmi A8 drossíuna síðar meir. Rafhlöðurnar í honum geyma 120 kílóWattsstundir, aflið er 710 hö, vinnslan (togið) 960 Nm og drægið sagt vera um 730 km.

 

 

Magna

Magna

Magna International Inc. er austurrísk/kanadískt félag (áður Steyr) sem framleiðir bíla í Kína fyrir bæði kínverskan og alþjóðlegan bílamarkað. Það sýnir frumgerð bíls sem ætlaður bæði kínverskum og alþjóðlegum markaði.

 

ORA

Ora

Ora er undirmerki kínverska bílaframleiðandans Great Wall og þessi bíll heitir Ora Cat og er hreinn rafbíll. Hann kemur á Evrópumarkað fljótlega og er áætlað verð hans á bilinu 450 til 550 þús. kr.

 

Dacia

Dacia Jogger

Dacia er undirmerki Renault/Nissan fyrir bíla á hagstæðu verði. Dacia Jogger er ný gerð sem leysir af hólmi hinn nett ófríða sjö sæta Dacia Lodgy.

 

Cupra

Cupra

Cupra er nýtt undirmerki Seat. Bíllinn á myndinni er frumsýningargripur í Munchen og jafnframt frumgerð mikils rafknúins tryllitækis sem nefnist UrbanRebel. Aflið er sagt vera 335 til 429 hö og viðbragðið í samræmi við það.

 

 

Smart

Smart Concept

Smart er nú komið í eigu og undir regnhlíf hins kínverska Geely, eins og reyndar Volvo fyrir alllöngu.

Bíllinn á myndinni er frumgerð smájepplings og kallast Smart Concept #1. Hann er rafknúinn og minnir reyndar nokkuð á Mini Countryman. Hann er byggður ofan á nýlega hannaða grunnplötu Geely undir rafbíla af ýmsu tagi.

 

VW

VW ID life

VW frumsýnir í Munchen frumgerð nýs rafknúins smábíls eða -jepplings sem kallast ID Life. Hann er minni en ID3 og gæti þessvegna fengið merkispjaldið ID1 eða ID2 þegar framleiðsla og sala hefst.