Luc Alphand efstur í Dakar rallinu
13.01.2006
Annað banaslysið í Dakarrallinu í ár varð fyrr í dag þegar barn hljóp í veg fyrir einn keppnisbílinn. Barnið var flutt með þyrlu á sjúkrahús en lést um borð í þyrlunni áður en þangað var komið.
Keppni í 13. áfanganum lauk fyrir stundu og sigraði Luc Alphand á Mitsubishi, Carlos Sainz varð í öðru sæti í dag og Giniel de Villiers í því þriðja. Staða fimm efstu bíla í keppninni í heild er nú þessi:
1 302 ALPHAND (FRA) / PICARD (FRA) MITSUBISHI 50:56:07
2 305 DE VILLIERS (S.AFR) / THORNER (SVÍ) VOLKSWAGEN 51:18:20
3 304 ROMA (SP) / MAGNE (FRA) MITSUBISHI 52:28:38
4 300 PETERHANSEL (FRA) / COTTRET (FRA) MITSUBISHI 54:04:02
5 309 MILLER (USA) / VON ZITZEWITZ (ÞÝS) VOLKSWAGEN 54:29:17