Lyklakippa með FÍB-dælulykli skilar sér
Þeir FÍB félagar sem hafa FÍB dælulykil Atlantsolíu geta átt von á því að lyklakippur þeirra skili sér frekar í réttar hendur fari svo að þær týnist.
Þannig hafa lyklakippur sem hafa týnst komist til skila þar sem í dælulyklinum er örgjörvi með dulkóðuðum upplýsingum sem hægt er að nota til að finna eiganda kippunnar.
Dæmi er um að lögreglan hafi fengið í hendur lyklakippu snemma morguns, skilað henni til Atlantsolíu og eigandi komið innan 10 mínútna til að sækja lyklana sína sem ellegar hefðu verið endanlega glataðir.
Þetta eru góð tíðindi þar sem dýrt getur verið að endurnýja lyklakippur, hvað þá óþægindin sem fylgja því að vita ekki hvar kippan er niðurkomin . Samstarf FÍB og Atlantsolíu er einstakt meðal bifreiðaeigendafélaga í heiminum á þennan hátt.
Á myndinni má sjá Írisi Stefánsdóttur, starfsmann Atlantsolíu taka við týndri lyklakippu úr hendi Kristmundar Kristjánssonar lögreglumanns.