,,Málið í heild sinni verði að taka föstum tökum með auknu eftirliti“
,,Markaðurinn hér hvað bílaleigubíla áhrærir er að mörgu leyti annar en í öðrum löndum. Hér á landi er hlutfall bílaleigubíla hátt og þess heldur er mikilvægt að opinberir aðilar komi að og kanni markaðinn betur en gert hefur verið. Hér er stórt hlutfall bíla í endursölu á íslenskum markaði sem eru bílar sem hafa verið í bílaleigu áður,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í kvöldfréttum á Stöð 2 um helgina. Runólfur telur að breytingar á kílómetramælum seldra bíla gæti verið útbreiddara vandamál hér á landi en af er látið.
Runólfur sagði að málið í heild sinni verði að taka föstum tökum og auka eftirlit með sölu notaðra bíla. Fyrsta úrræðið í þeim efnum væri nokkuð borðleggjandi en það er að auka skoðanir á bílaleigubílum.Þeir koma inn til skoðunar eins og almennir fjölskyldubílar, fyrst eftir fjögur ár frá nýskráningu. Runólfur telur að breytingar á kílómetramælum seldra bíla gæti verið útbreiddara vandamál hér á landi en af er látið. Hann kallar eftir því að bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir árlega, en bílaleigurnar sjálfar eru á öðru máli.
,,Við sjáum fyrir okkur að farið verði aftur í sama far sem var hér til 2009 þegar bílaleigubílar gengust undir skoðun árlega. Atvinnubílum, eins og bílaleigubílum, er ekið 2-3 sinnum meira en hefðbundnum fólksbílum. Það krefji því á um aukið viðhald,“ sagði Runólfur Ólafsson.
Viðtalið við Runólf og umfjöllun um málið má nálgast hér.