Margar brýr í Englandi ekki í viðunandi ástandi
Næstum helmingur af 9.000 brúm á hraðbrautum Englands og í A-vegakerfinu eru í lélegu eða mjög lélegu ástandi samkvæmt gögnum sem enska samgöngumálastofnunin birti á dögunum. Í rannsóknum sem fram hafa farið kemur í ljós af 9.000 brúm eru 3.836 sem standast ekki ýtrustu öryggiskröfur.
Brýr í norður hluta landsins og í Yorkshire eru í hvað verstu ástandi. Á M6 hraðbrautinni eru 141 brýr ekki í viðunandi ástandi, þar af fá 90 til viðbótar einkunn á M1, 51 á M62 og 50 á M5.
Ákveðið var að ráðast í þessa könnun í kjölfar lokunar á Hammersmith Bridge í Lundúnum, sem hafi svo mikla uppbyggingargalla að hún hefur ekki verið opin fyrir umferð síðan í apríl 2019.