Mazda CX-5 til höfuðs VW Tiguan
Mazda frumkynnti nýjan jeppling sinn hér á Íslandi nýlega fyrir evrópskum blaðamönnum. Nýi jepplingurinn er ekki síst settur til höfuðs Volkswagen jepplingnum Tiguan á Evrópumarkaði. Bíllinn verður sýndur á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst 15. sept nk. Á Evrópumarkað kemur hann svo í apríl í vor og verður fáanlegur bæði sem framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn.
CX-5 jepplingurinn er með nýrri driflínu Mazda sem nefnist Skyactiv. Blaðamenn þýska bílablaðsins Auto Bild segja að driflínan virðist bærilega heppnuð því að eyðsla tveggja lítra 165 ha. bensínvélar reynslubílsins hafi reynst vera 0,7 lítrum minni en hjá 160 ha. Tiguan.
Hér er að finna myndir Auto Bild frá reynsluakstrinum á Íslandi.