Meðlimir í ADAC tæplega 22 milljónir
Á ársfundi þýska bílaklúbbsins ADAC, sem haldin var í Bremen á dögunum, kom fram að félagsmenn í klúbbnum eru 21,8 milljónir. Meðlimum hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum sem staðfestir þá stefnu samtakanna að bæta stöðugt þjónustu við félagsmenn, fjárfesta í nýjum verkefnum, auk þess að bæta við þjónustusvæðum.
Á fundinum kom fram að ADAC hefur útbúið kröfur sem snúa að stjórnmálamönnum, framleiðendum, orkuveitum og sveitarfélögum. Þær fela í sér að lækka verð á rafbílum, skipulagsöryggi, koma upp hleðslumannvirkjum og hvetja til gagnsæs og viðráðanlegs hleðsluverðs.
Félagið telur hlutverk sitt vera að veita gagnreyndar upplýsingar um rafhreyfanleika sem leið til að örva málefnalegri umræðu. Annað markmið er að veita félagsmönnum viðeigandi ráðgjöf og á sama tíma þróa forrit sem hvetja til að skipta yfir í rafrænan hreyfanleika.
Samtökin tilkynntu afkomu 2023 upp á um 70 milljónir evra, 10,5 milljarðar íslenskar krónur. Þetta mun gera ADAC kleift að draga úr kostnaðarhækkunum í þjónustuveitingu og halda áfram að fjárfesta í háum þjónustu- og gæðastöðlum sem og nýjum tilboðum. Þess má geta að ADAC sinnti hátt í tveimur milljónum útkalla á árinu 2023.