Meiri þungi lagður í framleiðslu á rafmagnsbílum
Stærstu bílaframleiðendur heims ætla á næstum árum að setja mikinn þunga í framleiðslu á rafmagnsbílum. Mikil og hröð þróun á sér stað í framleiðslu á þessari tegund bifreiða um þessar mundir.
Rafmagnsbílar verða æ vinsælli ef tekið er mið af eftirspurninni víða um heim. Eins og áður hefur komið fram er gríðarleg eftirspurn eftir þessum bílum í Kína og víðar í Asíu. Þar um slóðir hefur salan aldrei verið meiri og víða í Evrópu er sömu sögu að segja.
Nýi Nissan Leaf bíllinn hefur vakið mikla athygli og hefur selst gríðarleg vel um allan heim. Hér á landi er eftirspurnin töluverð og nú þegar hafa á þriðja hundrað bílar verið pantaðir.
Fleiri bílaframleiðendur horfa fram á veginn og ætla ekki sitja eftir í þessum efnum. Mikil vinna við smíði rafmagnsbíla er hægt og bítandi að skila sér. Bílaframleiðendur gera sér fulla grein fyrir að rafmagnsbílinn er bíll framtíðarinnar, þetta taki tíma, og það sé betra að vanda vel til verka.
Fréttir af borist frá Porsche en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sett sér þau markmið að hátt í helmingur bíla sem Porsche framleiðir verði knúnir rafmagni fyrir árið 2025. Risa markaðir í Asíu hafa verið að opnast og það ýtir enn frekar undir enn frekari áhuga bílaframleiðenda
Gríðarlega aukning hefur orðið í sölu á rafmagnsbílum í Asíu á síðustu 2-3 árum. Markviss stefna stjórnvalda í Asíulöndum er að hvetja almenning að kaupa vistvæna bíla til sporna við gríðarlegri mengun. Þessi hvatning er að skila árangri og verðið á bílunum hefur ennfremur lækkað.