Meiri umferð um Stórabeltisbrúna

The image “http://www.fib.is/myndir/Storebaeltbro.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Um miðjan júnímánuð sl. voru vegatollur um Stórabeltisbrúna milli Sjálands og Fjóns lækkaður um 20 prósent fyrir fólksbíla og sendiferðabíla. Lækkunin hefur haft þau áhrif að umfer um brúna hefur aukist um 9,5 prósent frá því að lækkunin varð og til og með nóvembermánuði sl. Það er tvöfalt meiri aukning umferðaren varð á milli áranna 2004 og 2004.
Í septembermánuði sl. tók hlutafélagið sem á og rekur Stórabeltisbrúna upp sérstök helgargjöld inn á brúna. Danir hafa greinilega tekið því fagnandi því að umferð um hana varð tæpum tíu prósentum meiri í september í ár en í september á síðasta ári og 11 prósentum meiri í nóvember nú miðað við nóvember í fyrra. Þá óku 25.400 bílar um brúna en nú reyndust þeir hafa verið 27 þúsund.
En þótt brúartollarnir hafi verið lækkaðir eru þeir engu að síður fokdýrir því að á virkum dögum kostar að aka fólksbíl yfir brúna um tvö ísl. þúsund kall aðra leið. Þeir sem eru með rafrænan brúarlykil greiða um 1.900 ísl. kr. Helgargjaldið nýja er svo um 3.500 ísl. kr. fyrir báðar leiðir.