Meirihluti Íslendinga vill öruggari vegi

The image “http://www.fib.is/myndir/Bylgjanspyr.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Öfugt við flesta Evrópubúa að Svíum og Hollendingum undanskildum telja flestir Íslendingar, eða 61 prósent að mestur ávinningur í því að fækka dauðaslysum í umferðinni náist með því að laga vegi og gera þá öruggari.
Þetta er niðurstaða könnunar þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem gerð var dagana 20.-22. janúar sl. Spurt var: Hvert af eftirtöldu viltu setja á oddinn til að fækka alvarlegum umferðarslysum á Íslandi? – Öruggari vegi (61%) – Betri bíla (0%) – Meiri áróður (6%) – Betri ökukennslu (13%) – Aukna löggæslu (20%)
Að meðaltali 60 prósent aðspurðra Evrópubúa telja hins vegar (ranglega að mati EuroRAP) að með því að fjárfesta í aðgerðum sem miða að því að gera ökumenn betri náist bestur árangur. 27% telja að besti árangurinn náist með því að gera vegina öruggari og 13% með því að gera bílana öruggari. Frá Evrópukönnun EuroRAP um svipað efni er greint frá í frétt hér á síðunni undir fyrirsögninni –Spörum mannslífin með því að gera vegina öruggari.-