Meirihluti vill ljósastillingar

http://www.fib.is/myndir/Billjos.jpg

49 prósent svarenda svöruðu játandi spurningu hér á fréttavef FÍB um hvort taka ætti á ný upp skyldubundnar árlegar ljósastillingar á bílum.

Nokkuð algengt er að mæta bílum með biluð ljós í umferðinni. Yfirleitt er um það að ræða að bílar séu eineygðir á aðal- eða afturljósum en þó kemur fyrir að bílar séu á ferð í dimmu vetrarskyggni að mestu eða alveg ljóslausir.

Meirihluti þeirra 623 sem svöruðu spurningunni játandi var naumur því að 42,7 prósent svarenda vildu ekki taka upp skylduljósaskoðun aftur. 8,3 prósent svarenda höfðu ekki skoðun á málinu.http://www.fib.is/myndir/Ljosastilling.jpg