Mengun frá landflutningum minnkar

http://www.fib.is/myndir/Loftmengun.jpg
Stórstígar framfarir í smíði stórra bílvéla undanfarin ár hafa leitt til þess að útblástur koldíoxíðs og natríumoxíðsambanda hefur minnkað stórlega. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir í nýrri skýrslu um mengun frá landflutningum að dregið hafi úr CO2 útblæstri um 32 prósent frá 2002-2006.

Á þessu sama tímabili segir skýrslan að dregið hafi um 16 prósent úr útblæstri skaðlegra Nox – sambanda frá landflutningastarfseminni. Ekkert dró á hinn bóginn úr útblæstri NOx frá raforkuverum, iðnaði og heimilum á þessu sama timabili.

Erik Østergaard framkvæmdastjóri danska landflutningasambandsins fagnar þessu í samtali við dagblað samtaka danska iðnaðarins. Hann segir að nýjustu flutningabílar, litlir sem stórir mengi miklu minna en samskonar bílar gerðu fyrir einungis fimm árum. Engin ástæða sé þó til að láta staðar numið og langt sé í land til þess að mengunin verður ásættanlega lítil.