Mercedes Citan

Mercedes Citan; nýr bíll í flokki lítilla sendibíla verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju um helgina. Sýningin verður opin almenningi kl. 12.00-16.00 á morgun laugardag og sunnudag.

Citan fyllir áður tómt rými þeirra minnstu í atvinnubílalínu Mercedes Benz og er þessi bíll ávöxtur samvinnu Renault og Mercedes. Sjálf skel bílsins er sú sama og í Renault Kangoo en margt í undirvagni, drifbúnaði, innréttingum og útliti er frá Mercedes Benz komið.

Mercedes Citan fæst í þremur mismunandi lengdum. Stysta gerðin er 3.937 mm, miðgerðin er 4.321 mm og sú lengsta 4.705 mm. Hér verða tvær gerðir dísilvéla í boði. Báðar eru 1,5 l að rúmtaki en sú aflminni er 75 hö en sú aflmeiri 90 hö.  

 Bíllinn fæst í ýmsum útfærslum, sem sendibíll eða sem fólksbíll eða blendingur hvors tveggja. Fjöldi loftpúða ræðst af því hver útfærslan er, en ABS hemlar og ESC (Electronic Stability Control) er staðalbúnaður í öllum.