Merkilegt bílasafn boðið upp
Bílarnir og aðrir safngripir úr hinu gjaldþrota Aalholm Automobile Museum á Fjóni verða seldir á uppboði sem fram fer sunnudaginn 12. ágúst nk. Safninu, sem var lengi eitt hið stærsta og merkasta í Evrópu, var lokað árið 2007 vegna fjárhagserfiðleika. Hátt í 180 bílar verða boðnir upp, margir þeirra eru merkilegir og fágætir, þeirra á meðal er fyrsti bíll safnsins; Rolls Royce Silver Ghost frá 1911. Hér má sjá uppboðsbæklinginn.
Aalholm bílasafnið var stofnað af þáverandi eiganda Aalholm sveitarsetursins, J.O. Raben-Levetzau baróni árið 1964. Að honum látnum rak sonur hans safnið og setrið um skeið og safninu tók að hnigna. Fjölskyldan seldi þá sveitarsetrið ásamt safninu, sjálfri höllinni og lendum árið 1995. Nýjum eiganda hafði ekki að endurheimta forna frægð safnsins þegar hann lést árið 2008 og er það dánarbúið sem nú freistar þess að grynna á skuldum með því að selja bílasafnið á uppboði.