Mesta salan í rafbílum á Bretlandseyjum
Eins og komið hefur fram er bílasala í sögulegu lágmarki um allan heim. Kórónaveiran hefur leikið bílasmiði grátt og er ljóst að áframhald verður á í þeim efnum. Það mun taka langan tíma fyrir bílaframleiðendur að rétt úr kútnum á nýjan leik.
Í Bretlandi hefur bílasala verið frosin og þarf að fara áratugi aftur til að finna aðra eins tölur í bílasölu. Mesta hreyfingin í sölu er í rafbílum og skipa Tesla Model 3 og Jaguar I-Pace efstu sætin í þeim efnum. Í apríl seldust 658 Tesla bílar og lúxusbíllinn Jaguar I-Pace í tæplega 400 eintökum.
Sala á jarðefnaeldsneytisbílum sem alla jafnan hefur leitt söluna á Bretlandi hefur á síðustu vikum verið hverfandi lítil. Það er ekki bara á Bretlandseyjum sem Tesla er vinsæl en fyrstu fimm mánuði ársins seldist 461 bífreið af gerðinni Tesla hér á landi og var um leið söluhæsti bíllinn.