Mestur stuðningurinn við Borgarlínu er meðal íbúa höfuðborgarinnar

Maskína hefur frá ársbyrjun 2018 kannað hug landsmanna til Borgarlínu. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við verkefnið frá upphafi mælinga en samkvæmt nýjustu Maskínukönnun nú í september eru 37% landsmanna hlynnt Borgarlínu og um þriðjungur andvígur.

Mestur er stuðningurinn við Borgarlínu meðal íbúa höfuðborgarinnar en hátt í helmingur þeirra er hlynntur verkefninu, en á landsbyggðinni er aðeins 1 af hverjum 4 sem er hlynntur Borgarlínu. Þetta er meðal þess sem sjá má í könn­un Maskínu um af­stöðu lands­manna til borg­ar­línu, en fyr­ir­tækið hef­ur verið með slík­ar mæl­ing­ar um ára­skeið.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.067, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Könnunin fór fram dagana 16. til 24. september 2024.

Andstaða við borg­ar­línu hækk­ar með aldri og er mest í hópi 60 ára og eldri, eða 44,6%. Þeir sem eru hlynnt­ir eru hins veg­ar flest­ir í yngri ald­urs­hóp­um og eru 44,5% þeirra sem eru 30-39 ára hlynnt­ir borg­ar­línu. Þá er stuðning­ur við borg­ar­línu mun meiri hjá fólki sem er komið með há­skóla­próf (53,7% en þeim sem hafa efstu mennt­un sem fram­halds­skóla­próf (30,3%) eða grunn­skóla­próf (20,4%).

Stuðning­ur við borg­ar­línu er mest­ur hjá kjós­end­um Vinstri grænna (85,9%), Pírata (67,3%) og Sam­fylk­ing­ar (64,4%). Fæst­ir stuðnings­menn Miðflokks­ins eru hins veg­ar hlynnt­ir borg­ar­línu, eða aðeins 7% og hjá Sjálf­stæðis­flokki þar sem stuðning­ur­inn er 22,1%.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 16. til 24. sept­em­ber og voru svar­end­ur 1.067. Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhóp­ur fólks sem dreg­inn er með til­vilj­un úr þjóðskrá. Svör eru veg­in sam­kvæmt mann­fjölda­töl­um Hag­stofu um kyn, ald­ur, bú­setu og mennt­un.