Metár í bílasölu í Noregi
Toyota Avensis, sá vinsælasti í Noregi 2007.
Síðasta ár var gott söluár hjá norskum bílaumboðum. Þar í landi voru seldir 129.195 nýir fólksbílar og er það 20 ára met. Það er athyglisvert að 74,3% af þessum nýskráðu bílum í Noregi eru dísilbílar.
Toyota er mest seldi fólksbíllinn í Noregi með 16% af markaðnum. Mest selda Toyotan er af gerðinni Avensis. Sá bíll var í þriðja sæti á eftir VW Passat og VW Golf.
Næst söluhæsta tegundin er Volkswagen með 15,2% markaðshlutdeild. Ford er í þriðja sæti með 6,8%, þá Volvo með 6,6% og Peugeot er í fimmta sæti með 5,8% hlut.
Til samanburðar þá var Toyota mest selda tegundin á Íslandi með 23% markaðshlutdeild, Volkswagen í öðru sæti með 7,9%, þá Honda með 6,4%, Skoda með 6,1% og Subaru í fimmta sæti með 5,6% hlutdeild.