MG-TF sportbíllinn bjargast

The image “http://www.fib.is/myndir/MG-TFlitill.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Allt útlit er fyrir að framleiðsla á MG-TF  sportbílnum sem framleiddur var í hinni nú gjaldþrota MG-Rover verksmiðju í Longbridge í Englandi haldi áfram innan skamms. Nýtt hlutafélag undirbýr tilboð í sjálft MG vörumerkið og í framleiðslulínuna fyrir bílinn.
Nú er komið í ljós að þeir sem eru að undirbúa tilboð í sportbílaframleiðslu MG-Rover er breskt sportbílafyrirtæki sem heitir Chapman Automotive Ltd. Með Chapman er svo bílaframleiðslufyrirtæki, sem ekki hefur enn fengist uppgefið hvert er, og fjárfestingarsjóðir og áhættufjárfestar í Bandaríkjunum.
Þessir aðilar hafa einungis áhuga á MG-TF sportbílnum en ekki á öðrum bílum sem MG-Rover framleiddi. Ef salan gengur í gegn verður framleiðsla á MG-TF endurreist einhversstaðar í Vestur miðlöndum í nágrenni Longbridge. Ekki mun ætlunin að vera áfram í Longbridge.
MG-TF verður framleiddur með bæði vinstri- og hægrihandarstýri að sögn talsmanns Chapman Automotive við Auto Motor & Sport. Hann segir ennfremur að síðarmeir verði bíllinn markaðssettur í Bandaríkjunum.
The image “http://www.fib.is/myndir/MG-TFstor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
MG-TF verður líklegast framleiddur áfram af nýjum aðilum.