MG3 frumsýndur í Genf
Bílaframleiðandinn MG Motor sýndi úrval nýrra og spennandi fólksbíla á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf á dögunum. Meðal þeirra er ný útgáfa af hinum vinsæla MG3 sem MG kynnir nú til leiks í Hybrid-útgáfu, en þeim þarf ekki að stinga í samband.
MG3 hefur til þessa eingöngu verið í boði á Bretlandsmarkaði en verður nú einnig í boði í fleiri löndum álfunnar í nokkrum mismunandi útfærslum, sem allar samnýta Hybrid aflrásina með stærri rafhlöðu, 1,5 l fjögurra strokka og allt að 102 hestafla bensínvél auk enn öflugri rafmótors eða 100kW sem framleiðir 136 hestöfl.
Nýr MG3 er einnig stærri og rúmbetri en fráfarandi gerð MG3 en hefur þó jafn lágt fótspor og fráfarandi gerð. Sem dæmi um snerpu MG3 má nefna að hann er einungis 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst., og 5 sekúndur úr 80 km hraða í 120 km/klst. og eyðir aðeins 4,4 l/100 km að meðaltali samkvæmt mælistaðlinum WLTP. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort MG3 bætist í flóru fjölbreytts úrvals rafbíla hjá BL ehf.