Mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram
"Við teljum mjög mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram. Þarna þurfi ljóslega einhver slíkur aðili að grípa inn í. Það þurfi að tryggja það að þetta athæfi hafi ekki átt sér stað í tilfelli annarra bifreiða sem Procar hafi selt. Fyrir liggi aðeins orð forsvarsmanna fyrirtækisins um að þessi iðja hafi aðeins verið stunduð á ákveðnu tímabili og hafi verið hætt. Til þess þurfi einhver aðili að fara þarna inn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB í samtali við mbl.is. þegar málefni bílaleigunnar Procar voru borin undir hann.
Forsvarsmenn Procar hafa viðurkennt að kílómetramælar að minnsta kosti um eitt hundrað bifreiða sem það hefur selt hafi verð færðir niður. Bílaleigan var í gær rekin úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins.
Runólfur bendir á að Samtök ferðaþjónustunnar telji nauðsynlegt að farið verði í athugun á þessum málum hjá bílaleigum með stikkprufum enda ljóst að þetta mál skaðar ekki aðeins orðspor Procar heldur einnig bílaleigugreinarinnar í heild og bílgreinarinnar enda kunni umræddar bifreiðar síðan að ganga kaupum og sölum áfram. Það sem er þó alvarlegast sé aðförin að öryggi neytenda sem þessi starfsemi feli í sér.
Viðtalið við Runólf á mbl.is má lesa hér.