Mikið starf fram undan við uppbyggingu innviða í Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld hafa uppi óform um að fjölga rafknúnum ökutækjum til muna á næstu árum. Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rafbílaframleiðendur um að auka framleiðslu á rafbílum jafnframt því að byggja upp alla innviði og bæta þá til muna. Mikilvægur þáttur í þessu er að tryggja nægt rafmagn og fjármagn til að uppbyggingin gangi hratt og vel fyrir sig. Markmiðið er að byggðar verða 500 þúsund nýjar hleðslustöðvar fyrir árið 2030. Baráttan við loftslagsbreytingar er mikið baráttumál nýrra stjórnvalda og stefnt er að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Bandarísk stjórnvöld hafa á stefnuskrá sinni að ökutæki í eigu alríkistjórnarinnar verði jafnt og þétt skipt út fyrir rafknúnar bifreiðar. Vinna er í gangi í þinginu við gerð nýrra laga til að hækka þakið á skattaaflætti rafknúinna ökutækja. Það má öllum vera ljóst að fram undan er mikil vinna svo þessi áform gangi eftir.
Bandarískir bílaframleiðendur hafa gefið út að þeir ætli að beina sjónum sínum enn frekar í framleiðslu á rafknúnum ökutækjum á næstu árum. General Motors hefur nú þegar gefið það út að verða alfarið búnir að skipta yfir í rafknúin ökutæki fyrir árið 2035. Ford ætlar tvöfalda fjárfestingu sína í allri sinni uppbyggingu í framleiðslu á rafbílum.
Þrátt fyrir greinilegan áhuga fyrir rafknúnum bílum eru þeir samt tiltölulega fáir á bandarískum vegum enn sem komið er í samanburði við aðrar þjóðir. Árið 2019 voru rafknúin ökutæki í Bandaríkjunum rúmlega 2% af bílaflota landsins. Gríðarleg vinna blasir við og margir vilja meina að Bandaríkin hafi sofið á verðinum í þessum málum.