Mikil andstaða við vegtolla í umsögnum til Alþingis
Í gær var búið að senda inn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 576 umsagnir frá einstaklingum vegna samgönguáætlunar 2019- 2034. Flestir eru að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðna um mögulega vegatolla á helstu akstursleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu.
FÍB kannaði afstöðu til vegtolla í erindum og umsögnum einstaklinga til þingnefndarinnar sem hægt er að nálgast á vefsvæði Alþingis. Niðurstöðurnar koma fram hér undir:
|
Á móti vegtollum |
Með vegtollum |
Ekki bein afstaða |
Fjöldi |
530 |
43 |
3 |
Hlutfall % |
92% |
7,5% |
0,5% |
Þessu til viðbótar var farið yfir 52 umsagnir og erindi frá opinberum aðilum, samtökum og félögum um samgönguáætlunina. Í þeim erindum eru sex umsagnir frekar jákvæðar gagnvart hugmyndum um vegtolla (veggjald) og ein neikvæð. Ekki er tekin bein afstaða til vegtolla í 46 umsögnum.
Þessar niðurstöður varðandi afstöðu til vegtolla í umsögnum um samgönguáætlun er þvert á þær fullyrðingar sem settur formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur haldið fram í fjölmiðlum.