Mikil sala á rafbílum í Noregi
Sala rafbíla í Noregi jókst um 327,5 prósent fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við sama tímabil 2013.
Frá 1. janúar til 1. ágúst í ár voru nýskráðir 10.713 rafbílar hjá norsku skráningarstofunni sem er 12,7 prósent af öllum nýskráningum fólksbíla á tímabilinu. Áætlanir gera nú ráð fyrir að 18.000 nýir rafbílar verði skráðir yfir árið sem er langt umfram bjartsýnustu væntingar áhugafólks um rafbíla.
Sala á rafbílum er hvergi meiri í heiminum en í Noregi. Í fyrra voru seldir 7.882 rafbílar sem var tvöföldun frá sölunni 2012.
Nýr þátttakandi
Nissan Leaf og Tesla Model S hafa verið leiðandi á norska rafbílamarkaðnum en nú er VW að koma inn af krafti með nýja rafbíla. Í fyrra seldist enginn VW rafbíll en fyrstu sjö mánuðina í ár var búið að selja 2.291 VW rafbíl. Í júli s.l. voru rafbílar 30,6 prósent af seldum VW fólksbílum í Noregi. Nýlega hófst sala á VW Golf rafbílum. VW var með 49,3 prósent markaðshlutdeild á rafbílamarkaðnum í júlí. Nissan náði þeim merka áfanga í júlí að selja 10 þúsundasta Leaf bílinn í Noregi.
Sala á rafbílum í Noregi frá janúar til júli 2014
1. Tesla Model S |
3248 |
2. Nissan Leaf |
2978 |
3. VW e-Up |
1833 |
4. BMW i3 |
1283 |
5. VW Golf |
458 |
6. Citroën C-Zero |
314 |
7. Mitsubishi i-MiEV |
264 |
8. Fords Focus |
109 |
9. Renault Zoe |
108 |
10. Peugeot iOn |
101 |
Mikið er flutt inn af notuðum rafbílum í Noregi. Nissan Leaf er vinsælastur. Það sem af er ári er búið að skrá 1247 notaða Leaf bíla sem er tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Nissan Leaf er með 8,8 prósent af innflutningi notaðra fólksbíla. Það sem af er árinu er búið að nýskrá 4.225 nýja og notaða Nissan Leaf rafbíla.
Vinsælustu rafbílarnir
Hér undir eru tölur yfir þrjá mest seldu rafbílana í sögu Noregs. Tölurnar ná yfir nýskráningar nýrra og notaðra rafbíla. Þríeykið eru bílarnir Mitsubishi i-MIEV, Citroën C-Zero og Peugeot iOn, sami bill undir þrem merkjum framleiddur af Mitsubishi í Japan.
Modell |
Antall |
1. Nissan Leaf |
13.306 |
2. Tesla Model S |
5240 |
3. Þríeykið |
4926 |