Mikil uppstokkun stendur fyrir dyrum hjá General Motors
Mikil uppstokkun stendur fyrir dyrum hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og ljóst að margir starfsmenn munu missa vinnu sína. Stjórnendur General Motors hafa undanfarna mánuði unnið mikla skipulagsvinnu til framtíðar litið.
Nú á að snúa blaðinu við eftir taprekstur, horfa til meira til umhverfisþátta og leggja áherslu á framleiðslu rafbíla. Framleiðslu nokkurra bílategunda verður hætt en með því næst fram mikill sparnaður
Um er að ræða mikinn umsnúning og breyttar áherslur. Fækka á verksmiðjum í Bandaríkjunum sem þýðir fækkun starfsfólks og stjórnenda um hátt í níu þúsund. Til lengra tíma litið verður svo verksmiðjum í Asíu fækkað.
Forsvarsmenn fyrirtækisins segja umhverfið mikið breytt og muni taka enn frekari breytingum á næstu áratugum. Við þessu verði að bregðast og taka skynsamar ákvarðanir. Horfa verði til rafbílavæðingarinnar og bjóða umhverfisvæna bíla.