Milljarðakostnaður hlýst af umferðarslysum á stofnæðum út frá Reykjavík
Kostnaður samfélagsins sem hlýst af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá Reykjavík nemur mörgum milljónum króna. Hann nam tæpum 16 milljörðum á árunum 2012-2016. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss nam áætlaður kostnaður vegna slysa á sama tímabili rúmlega sex milljörðum. Samgöngubætur á suðuvesturhorninu verða meðal til umræðu á Umferðaþingi sem fram fer á Selfossi í dag.
Tölurnar byggja á gögnum úr slysaskrá Samgöngustofu og voru teknar saman fyrir starfshóp um fjármögnum framkvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu. Tölurnar ná yfir kostnað kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahúskostnað og vinnutaps.
Tölurnar ná hins vegar ekki yfir óáþreifanlegt tjón vegna tapaðra verðmætasköpunar sem einstaklingur hefði stuðlað að, hefði hann verið við fulla heilsu út líftímann. Þetta er meðal annars sem kemur fram um þetta mál á visir.is Sjá nánar
,,Það voru tekin saman gögn fyrir hönd þessa vinnuhóps af Samgöngustofu og kostnaður samfélagsins vegna slysa á þessum fjölförnu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru skuggalegar tölur sem lengi hafa legið fyrir og segir okkur að það sé mikil arðsemi að bæta vegi og ástand þeirra. Það sé aftur á móti furðulegt að þetta eigi að núna að vera röksemd fyrir því að fara út í stórfelda einkaframkvæmd á svæðinu þar sem hugmynd er að taka vegi eignanámi og færa einhverjum félögum í hönd. Sem eiga síðan að geta rukkað stórar fjárhæðir af almenningi umfram það sem eðlilegt væri miðað við þá skattlagningu sem nú þegar er á bifreiðar og umferð. Þarna er í rauninni verið að afsaka vanrækslu stjórnvalda á undanförnum árum með því að setja inn allt í einu nýjan skatt í formi vegtolla eins nú stendur til að gera. Þetta er réttlægt með þeim mikla ávinningi sem að þessu hlýst í formi fækkunar slysa og svo framvegis. Meginrökin fyrir því er að það sé samfélaginu nauðsynlegt að bæta ástand vega og innviða til að draga úr slysum,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.
FÍB hefur gagnrýnt hugmyndir um vegtolla frá upphafi
Það skal áréttað að FÍB hefur gagnrýnt hugmyndir um vegtolla frá upphafi en þær eru að öllum líkindum ekki að komast til framkvæmda vegna þess ástands sem ríkir í stjórnmálum hér á landi um þessar mundir. Fyrir sex árum síðan stóð FÍB fyrir viðtækri könnun þar sem yfir 40 þúsund einstaklingar á kosningaaldri sögðust væru mótfallnir hugmyndum um vegtolla á helstum leiðum til og frá Reykjavík. Þessi draugur er síðan vakin upp af núverandi samgönguráðherra sem hefur reyndar ekkert umboð í augnablikinu.
Segja má að hin eðlilegasta pólitíska leið hefði verið að leggja hugmyndir um auka vegtolla í dóm almennings. Til að mynda hefði þetta ekki verið eitt af kosningamálunum fyrir síðustu kosningar. Fróðlegt verður hins vegar að sjá hvort stjórnmálamenn ætla að hafa það á oddinum í komandi kosningum þessa auknu skattheimtu á bílaumferð almennt í landinu. Núverandi ríkistjórn lagði til í fjárlögum að leggja hátt í níu milljarða í auka skatta á bifreiðar og umferð og á sama tíma átti ekki að auka um eina krónu fjárframlög til vegauppbygginga um fram það sem verið er að leggja til í ár.
Þess má geta á sínum tíma var óskað eftir því af hálfu samgöngumálaráðuneytisins að FÍB tæki þátt í störfum starfshóps sem ráðgefandi aðili í sambandi um þessar hugmyndir. Nú sé starfshópurinn að kynna þetta en það skal tekið fram að FÍB var aldrei kallað til ráðgjafar eftir að óskir um það höfðu borist og FÍB skipað sinn fulltrúa í umræddan ráðgefandi starfshóp.