Milljón mílur á Porsche 356
Þegar Kaliforníubúinn Guy Newmark kláraði menntaskólann og undirbúningsnámið fyrir háskólann sumarið 1968, gaf pabbi hans honum útskriftargjöf - gamla bílinn sinn, fjögurra ára gamlan bláan Porsche 356 ekinn 80 þúsund mílur (128 þús. km).
Guy Newmark hefur þessi 48 ár frá því hann eignaðist bílinn, farið flestra sinna ferða á honum eins og í vinnuna og heim, út að versla, út á golfvöll, á íþrótta- og menningarviðburði, í heimsóknir til fjölskyldu og vina og til ferðalaga í fríum. Hann hefur haldið bílnum eðlilega við, látið laga og endurnýja slithluti þegar þess þurfti og smyrja og skipta um olíur og yfirfara allt á þrjú þúsund mílna fresti, allt samkvæmt fyrirmælum framleiðanda bílsins. Þess í milli stendur bíllinn inni í bílskúr.
Alveg nýlega fór teljarinn á hraðamælinum yfir eina milljón mílur eða tæpa 1,6 milljón kílómetra. Það jafngildir vegalengdinni til tunglsins og heim aftur tvisvar sinnum. Á þeim 48 árum sem Newmark hefur átt bílinn hefur hann látið taka vélina upp þrisvar sinnum.