Milljónatjón á bílum vegna tjörublæðinga
Í gærkvöldi fór að bera á tjörublæðingum á þjóðveginum norður til Akureyrar en blætt hafði mikið á þessum vegakafla þegar bílstjórar fólks- og flutningabíla fór þar um. Ljóst er að margar bifreiðar hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Í nokkrum tilfellum brotnuðu framrúður, framhluti bifreiða skemmdist, og dekkin fyllst af tjöru.
Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna hjá einhverjum ökumönnum. Bílstjórar hafa margir tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðinnar. Ljóst er að um milljóna tjón hefur orðið þegar allt er takið saman. Í umræðu um málið á Býtinu á Bygjunni í morgun kom fram að vegir eru malbikaðir frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Fjósabrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.
Ökumenn tilkynni tjón til Vegarðarinnar
,,Undir þessum kringumstæðum eiga ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni klárlega að snúa sér til veghaldara sem er Vegagerðin í þessu tilfelli. Svona ástand hefur áður komið fram og er ekki nýtt fyrir ökumönnum. Hvað er það í raun sem orsakar þetta og hvernig staðið er að framkvæmdum sem þessum í upphafi hljóta menn að velta fyrir sér,“ sagði Jóhann Fannar Guðjónsson lögfræðiráðgjafi hjá FÍB.
Ökumaður, sem FÍB náði tali af, var á suðurleið og sagði að bifreið sín hefði orðið fyrir tjóni. Bíllinn fékk ekki síst yfir sig grjótkast frá vöruflutningabílum en á köflum hefði verið mjög varasamt að farna þarna um. Vegklæðning hefði þakið dekk bílanna og sagðist hann ekki hafa séð annað eins. Hann færi þarna oft um og væri ýmsu vanur. Ökumenn hefðu farið mjög hægt um en það hefði ekki dugað til.
Af samtölum við ökumenn sem voru á norðurleið virðist sem þeir hefði orðið varir við blæðingar í Norðurárdalnum. Á Holtavörðuheiði tók ástandið að versna og verst hefði það verið til móts við Hvammstanga og á leiðinni til Blönduós.
Ökumenn eru beðnir um að aka varlega
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra koma fram að við þessar aðstæður sest tjaran í munstur hjólbarða bifreiða sem veldur því að aksturshæfni þeirra skerðist, sem og getur tjaran slest á bifreiðar sem að á móti koma. Tilkynnt hefur verið um tjón á bifreiðum vegna þessa sem og eitt umferðaróhapp sem að rekja má til þessarra óvenjulegu aðstæðna. Ökumenn eru því beðnir um að aka varlega, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna, og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.
Orsakir tjörublæðinga eru m.a raktar til þegar veghiti hækkar mikið. Þegar þungir flutningabílar fara um þar sem aðstæður eru þessar pressast tjaran upp úr slitlaginu. Veðurfarið síðustu daga hefur kveikt í aðstæðum sem þessum, frekar milt í veðri. Á þessum slóðum, eins og á Holtavörðuheiðinni, hefur hitastigið verið að hækka um 10-20 gráður frá því fyrir síðustu helgi.
Ástand veganna og efnanotkun í veggklæðningu hafa lengi verið í umræðunni og sætt gagnrýni. Til að halda tjörunni nógu lengi óstorknaðri var lengst af notað white-spirit eða terpentína sem síðan gufaði upp að mestu og þá harðnaði bikið í nýju klæðningunni. Terpentínan var nú talin bæði dýr og umhverfislega óæskileg. Því var gripið til þess ráðs að nota lýsi, repjuolíu o.fl.