Minardi Formúluliðið endurfætt í USA

http://www.fib.is/myndir/Stoddart.jpg

Ástralinn Paul Stoddart
hefur keypt Champ Cars kappakstursliðið CTE Racing - HVM í Bandaríkjunum og hyggsti breyta nafni þess í Minardi USA. Stoddart þessa átti og rak á sínum tíma Formúlu 1 liðið Minardi sem var keypt upp af Red Bull sem lagði niður Minardi nafnið.

Poul Stoddart þessi tengdist fyrir rúmum áratug flugrekstri á Íslandi því að hann átti þá og á enn flugfélagið European Aviation. Það félag lagði íslenska flugfélaginu Emerald Air til flugvélar fyrir áætlunarflug milli Íslands og Bretlandseyja og milli Belfast á N. Írlandi og London. Emerald Air varð gjaldþrota eftir rúmlega eins árs starfsemi.

Minardi F1 liðið var heimsþekkt meðal Formúluáhugafólks á sínum tíma. Það var upphaflega stofnað af Ítalanum Giancarlo Minardi 1985 og keppti hreystilega í Formúlunni í 20 ár án þess að komast nokkru sinni í fremstu röð. Paul Stoddart keypti Minardi liðið af Giancarlo Minardi árið 1981 og rak það í fjögur ár en seldi síðan til Red Bull. Nú hefur Paul Stoddart semsé keypt hið bandaríska CTE Racing - HVM sem hefur átt í fjárhagsörðugleikum undanfarið. Hann ætlar að endurfjármagna liðið og byggja það upp í það að verða þriggja bíla lið og halda áfram að keppa í Champ Cars flokknum í Bandaríkjunum undir Minardi merkinu.

Ökumenn hafa ekki verið ráðnir ennþá en vitað er að Stoddart hefur augastað á hollensku ökumönnunum Jos Verstappen og Robert Doornbos en hver ökumaður þriðja bílsins verður er alls óvíst um. Bíllinn á myndinni er núverandi keppnisbíll CTE Racing - HVM.The image “http://www.fib.is/myndir/Stoddart-bill.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.