Minna og minna CO2 frá bílum
Volvo, Opel og Volkswagen eru þeir bílaframleiðendur sem tekist hefur að draga mest úr CO2-útblæstri frá nýjum bílum það sem af er árinu. Fiat er ennþá sá framleiðandi sem skilar frá sér bílum með minnsta CO2-útblæstrinum.
Þeir nýju bílar sem selst hafa í Noregi það sem af er árinu blása að meðaltali frá sér 141 grammi af CO2 á hvern ekinn kílómetra samkvæmt opinberum viðmiðunartölum Evrópusambandsins. Það er 10 grömmum minna að meðaltali á hvern bíl en var í fyrra. En sé CO2 útblásturinn frá nýju bílunum í ár borinn saman við það sem hann var frá nýjum bílum árið 2005 er munurinn ekkert smáræði – heil 19 prósent, eða 34 grömm á kílómetrann.
Af 20 mest seldu bílategundunum í Noregi það sem af er árinu er minnsti CO2 útblásturinn frá Fiat, eða 120 grömm á kílómetrann að meðaltali. Eðlilega ræður miklu um það sú staðreynd að hlutfall smábíla af þeim seldu 427 Fiatbílum er fremur hátt. Það er nefnilega smábíllinn Fiat 500 sem er lang vinsælasti Fíatinn í Noregi um þessar mundir.
Kia er í öðru sætinu en það sem af er árinu hafa Norðmenn keypt 405 nýja Kia bíla. Meðal- CO2 útblástur þessara bíla er 127 g/km. Þriðja sætið skiptist svo milli Citröen (746 bílar) og Toyota (5.292 bílar), Báðar tegundirnar eru með 130 g/km meðalútblástur af CO2.
Það sem af er þessu ári er það Volvo sem hefur dregið mest úr CO2 losun bíla sinna frá því í fyrra. Meðal útblásturinn er nú 18 grömmum minni að meðaltali á hvern ekinn kílómetra en hann var í fyrra frá hverjum bíl. Hjá Opel hefur þessi meðaltalstala farið niður um 15 grömm og hjá Volkswagen um 13 grömm. Útblásturinn hefur reyndar minnkað hjá öllum tegundum nema Honda og Mitsubishi. Þar hefur hann aukist.
Meðalútblástur CO2 (g/km) frá 20 mest seldu
bíltegundunum í Noregi það sem af er ári
Mestur bati varð hjá Volvo |
Nr. |
Tegund |
2010 |
2009 |
2005 |
1 |
Fiat | 120 | 122 | 159 |
2 |
Kia | 127 | 136 | 175 |
3-4 |
Citroen | 130 | 142 | 156 |
3-4 |
Toyota | 130 | 137 | 166 |
5 |
Peugeot | 131 | 133 | 159 |
6 |
Hyundai | 134 | 136 | 175 |
7 |
Volkswagen | 135 | 148 | 168 |
8 |
Ford | 136 | 146 | 161 |
9 |
Opel | 141 | 156 | 166 |
Meðaltal |
141 | 151 | 175 | |
10 |
Skoda | 144 | 147 | 155 |
11 |
Mazda | 145 | 149 | 187 |
12 |
Audi | 147 | 157 | 187 |
13 |
Volvo | 148 | 166 | 192 |
14 |
BMW | 149 | 152 | 192 |
15 |
Nissan | 157 | 166 | 183 |
16 |
Suzuki | 160 | 171 | 194 |
17 |
Honda | 163 | 160 | 195 |
18 |
Mercedews Benz | 167 | 174 | 193 |
19 |
Subaru | 167 | 168 | 198 |
20 |
Mitsubishi | 172 | 170 | 185 |